Erlent

Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða

Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, gæti verið í töluverðum vandræðum ef hann verður ákærður.
Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, gæti verið í töluverðum vandræðum ef hann verður ákærður. MYND/AP

Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins.

Í ljós kom að skjölin sem áttu að sýna fram á að stjórnarfundur hefði átt sér stað og heimilað kauprétt Jobs voru fölsuð. Þau eru nú á meðal sönnunargagna sem fjármálaeftirlit Bandaríkja hefur undir höndum og er það að velta fyrir sér hvort að ákæra eigi Jobs eða fyrirtækið fyrir fjármálamisferli. Þó hefur komið fram að Jobs nýtti sér ekki kaupréttinn en hann fékk hann árið 2001.

Hlutabréf í Apple Computers hafa lækkað um 2-3% undanfarna daga útaf málinu og er búist við yfirlýsingu frá Apple á morgun vegna málsins. Apple hefur áður lent í vandræðum vegna kauprétta sem yfirmenn hafa fengið og þá oftast vegna afturvirks gengis á þeim hlutabréfum sem keypt hafa verið.

Vefútgáfa Financial Times skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×