Erlent

Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis

Einræktaða kindin Dollý var ekki hæf til manneldis.
Einræktaða kindin Dollý var ekki hæf til manneldis. MYND/Vísir

Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis.

Nú mun fara fram opinber umræða um þessa yfirlýsingu eftirlitsins áður en hún tekur lokaákvörðun um hvort að kjöt af einræktuðum dýrum verði leyft til manneldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×