Fótbolti

Totti vill hvergi annarstaðar vera

Roma hefur gengið vel á Ítalíu í vetur og er sem stendur í öðru sæti Serie-A. Totti hefur spilað stórt hlutverk með liðinu í vetur, eins og mörg undanfarin ár.
Roma hefur gengið vel á Ítalíu í vetur og er sem stendur í öðru sæti Serie-A. Totti hefur spilað stórt hlutverk með liðinu í vetur, eins og mörg undanfarin ár. MYND/Getty

Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun.

"Samningur minn við félagið rennur út 2011 en ég vill framlengja hann um 2-3 til viðbótar sem allra fyrst," sagði hinn 30 ára gamli Totti.

Totti hefur verið á mála hjá Roma síðan 1992 og er einn launahæsti leikmaður ítölsku A-deildarinnar. Í viðtalinu sagðist Totti vilja spila eins lengi og líkami hans leyfði honum en hann útilokar að snúa sér að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lýkur. "Ég myndi vilja starfa við fótboltann en þá sem stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri. Ég gæti aldrei orðið þjálfari - það er ekki í mínum genum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×