Erlent

Hvíta húsið varar við frekari ögrunum

George Bush, forseti Bandaríkjanna.
George Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

Hvíta húsið sagði í dag að frekari óhlýðni af hálfu Írana í garð alþjóðasamfélagsins myndi aðeins gera stöðu þeirra verri og að þeir sem myndu líða væri almenningur. Yfirlýsingin eru viðbrögð við ályktun íranska þingsins í dag um að endurskoða tengsl Íran við Alþjóðakjarnorkustofnunina.

Hvíta húsið sagðist vonast til þess að Íranir gefi stefnu sína upp á bátinn og fari að vinna með alþjóðasamfélaginu. Sumir þingmenn í Íran hvöttu einnig til þess í dag en svo virðist sem að hófsamir Íranir ráði litlu í landi sínu um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×