Erlent

Dani pyntaður í fangelsi í Jemen

MYND/Vísir

23 ára dönskum ríkisborgara var haldið í fangelsi í tvo mánuði án ástæðu í Jemen. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður og tengdur al-Kaída. Í fangelsinu var hann síðan laminn og pyntaður.

Kenneth Sörensen, en svo heitir maðurinn, snérist til íslam fyrir einhverjum árum og var í Jemen til þess að læra arabísku. Hann sagði frá þessu í viðtölum í dönsku sjónvarpi í kvöld. Þar sagði hann meðal annars frá því að glersalli hefði verið í mat fanganna til þess að gefa þeim innvortis blæðingar, þeir hefði verið lamdir ótt og títt og að þeir hefðu verið settir í einangrun í algjöru mykri í fleiri vikur.

Eftir að ekki tókst að sanna að hann væri tengdur al-Kaída var honum vísað úr landi og sendur til Danmörkur á ný þar sem hann dvelur nú. Danska utanríkisráðuneytið hefur sent fyrirspurnir um málið til Jemen og nú íhugar Sörensen hvort hann eigi að grípa til aðgerða vegna meðferðarinnar á honum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×