Erlent

Leitað að plánetum svipuðum jörðinni

Teikning listamanns af COROT.
Teikning listamanns af COROT. MYND/AP

Evrópskir vísindamenn skutu í dag á loft könnunarfari sem á að leita að plánetum eins og jörðinni fyrir utan sólkerfi okkar. Verkefnið er franskt og gengur undir nafninu COROT en könnunarfarið á að taka myndir sem eiga að geta leitt í ljós minni og þéttari plánetur en áður hefur reynst mögulegt að greina.

Geimskotið tókst mjög vel og allt gekk að óskum. Aðrar plánetur sem er vitað er að séu til hafa samt aldrei sést því tilvist þeirra hefur verið leidd út með stærðfræðireikningum. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, mun senda álíka far á sporbaug um jörðu árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×