Erlent

Bandaríkjastjórn fagnar dauðadómnum

Skiptar skoðanir eru um dauðadóminn yfir Saddam Hussein sem íraskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum en Evrópusambandið hefur hins vegar skorað á írösku ríkisstjórnina að þyrma lífi Saddams. Ýmis mannréttindasamtök segja að réttarmorð hafi verið framið, í þeim hópi er Human Rights Watch sem gagnrýnir írösku ríkisstjórnina harðlega fyrir afskipti sín af réttarhaldinu. Að óbreyttu verður Saddam hengdur innan þrjátíu daga og gildir einu þótt önnur réttarhöld vegna glæpa hans standi yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×