Gerald Ford látinn 27. desember 2006 12:30 Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð hærri aldri en Gerald Ford en hann var 93 ára og 122 daga gamall þegar hann andaðist. Hann hafði átt við ýmis konar veikindi að stríða síðustu æviár sín en dánarorsök hans hefur hins vegar enn ekki verið gefin upp. Valdatíð Geralds Fords var ekki ýkja löng en engu að síður allmerkileg, sérstaklega fyrir þá sök að hann komst í þetta valdamesta embætti heims án þess að hafa nokkru sinni fengið til þess umboð frá bandarísku þjóðinni. Hann varð varaforseti Richards Nixon árið 1973 þegar Spiro Agnew varð að segja af sér vegna áburðar um spillingu. Þegar svo Nixon flæktist sjálfur í eigin spillingarvef vegna Watergate-hneykslisins var leiðin greið fyrir Ford í forsetaembættið. Ólíkt forvera sínum var Ford hrósað fyrir hreinskilni, jákvæðni og heiðarleika og í forsetatíð viðurkenndu Bandaríkjamenn loks ósigur sinn í Víetnamstríðinu. Mörgum gramdist hins vegar þegar hann gaf Nixon upp sakir og hefur sá gerningur að líkindum átt stóran þátt í að hann tapaði forsetakosningunum 1976 fyrir demókratanum Jimmy Carter. Á síðari árum bar lítið á Ford, meðal annars vegna veikinda, en eiginkona hans, Betty, hefur hins vegar uppskorið athygli og virðingu fyrir að koma á fót meðferðarstofnun sem við hana er kennd. Í yfirlýsingu sinni í gærkvöld kvaðst hún, ásamt allri fjölskyldunni, syrgja eiginmann sinn mjög.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira