Erlent

Spænskir múslimar senda páfa bréf

Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima.

Öryggisverðir vísa múslimum oft frá kirkjunni og leituðu þeir þá til prestsins í henni sem og klerkaráðs Spánar sem hafnaði bón þeirra. Segja múslimar kaþólikka vera hrædda við síaukin fjölda og áhrif múslima á Spáni og höfða til páfa sem hefur undanfarið talað um hversu mikilvægt er að sætta stóru trúnnar tvær, kristni og íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×