Erlent

Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016

MYND/Getty Images

Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð." og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020.

Aserbaídsjan er mjög fjársterkt olíuríki og hefur aldrei haldið stórmót af nokkru tagi síðan það gekk úr Sovétríkjunum sálugu. Bandaríkin, æItalía, Indland, Japan, Brasilía og Spánn hafa líka lýst yfir áhuga á því að halda sumarleikana árið 2016 en ákvörðun um hvaða land fær leikana verður tekin árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×