Erlent

Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP

Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis.

„Við biðjum til Guðs um að þetta sé skrefið sem muni leiða til þjóðarsáttar, muni koma á röð og reglu í Palestínu og koma í veg fyrir afskipti Ísraela og Bandaríkjamanna af okkar málum" sagði hann enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×