Erlent

Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein

Saddam Hússein.
Saddam Hússein. MYND/AP

Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins.

Samkvæmt lögum í Írak verður að framfylgja dauðadómi áður en 30 dagar eru liðnir frá því að áfrýjunarferli lýkur og er því hægt að fullyrða að einn þekktasti einræðisherra síðari tíma eigi aðeins mánuð eftir ólifaðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×