Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra 25. desember 2006 13:45 Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra." Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra."
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira