Erlent

Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin

Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem.

Meðal þeirra sem tóku þátt í messunni í gærkvöldi var Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. Sabbah sagði í predikun sinni að ófriður hefði geysað of lengi á svæðinu og nú væri tími til kominn að leiðtogar Palestínu, Ísraels og ríkja heims kæmu sér saman um frið og kaflaskipti í Landinu helga. Talið er að 15 prósent íbúa á svæðum Palestínumanna hafi verið kristnir í kringum miðja síðustu öld, en nú eru þeir einungis um tvö prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×