Erlent

Guðfaðir sálartónlistar allur

Sálarsöngvarinn James Brown er látinn. Hann lést í nótt, 73 ára að aldri, eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar vegna alvarlegrar lungnabólgu. Brown sagði að hann sjálfur væri sá listamaður sem ynni allra manna mest og hann var líka þekktur sem „Herra Dýnamít" fyrir líflega sviðsframkomu sína.

Hann á einnig heiðurinn af því að hafa komið orðinu og tónlistarstefnunni Funk fyrir almenningssjónir og hafði þar með áhrif á þá tónlist sem að að lokum varð að rappi og hip hoppi. Lag Browns, „Say it Loud (I'm Black and I'm Proud)" varð einkennislag svartra í réttindabaráttu sinni á sjötta áratug síðustu aldar.

Hann átti fleiri en 119 smáskífur sem komust inn á metsölulista og tók upp fleiri en 50 breiðskífur. Hann var meðlimur í frægðarhöll (Hall of Fame) Rokk og Róls og árið 1992 fékk hann Grammy viðurkenningu fyrir starf sitt í tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×