Erlent

Pakistan leyfir hjálparaðgerðir SÞ

Pakistanskur lögreglumaður stendur vörð við kirkju í Pakistan í dag.
Pakistanskur lögreglumaður stendur vörð við kirkju í Pakistan í dag. MYND/AP

Pakistan hefur samþykkt neyðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eiga að miða að því að hjálpa um 80 þúsund manns sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka í suðurhluta Pakistan.

Fólkið hefur verið á vergangi frá því fyrr á þessu ári og hafa þurft að hafast við í tjöldum við slæmar aðstæður. Alls eru um 26 þúsund konur og 33 þúsund börn í þessum hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×