Erlent

Scaramella handtekinn í dag

Mario Scaramella.
Mario Scaramella. MYND/AP

Ítalski tengilliður Alexanders Litvinenko, Mario Scaramella, var handtekinn í dag vegna gruns um vopnasölu og að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Scaramella var einn af þeim síðustu sem að hittu Litvinenko daginn sem eitrað var fyrir honum og fannst meira að segja lítið magn af geislavirka efninu pólóníum í líkama hans.

Scaramella var að koma frá Bretlandi þar sem hann hafði verið í rannsóknum vegna eitrunarinnar þegar hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×