Innlent

Viðræður við Dani í varnarmálum hefjast í dag

MYND/Pjetur

Viðræður íslenskra og danskra yfirvalda um samstarf í varnarmálum hefjast í Kaupmannahöfn í dag en sendinefnd frá Íslandi undir forystu Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, er nú stödd þar.

Auk Grétars eiga Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Þórunn Hafstein, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, sæti í nefndinni. Sendinefndin stoppar ekki lengi í Danmörk því viðræður við Norðmenn um samstarf á sama vettvangi hefjast á morgun eða hinn hér landi.

Eins og greint hefur verið frá hafa báðar þjóðir lýst yfir áhuga til samstarfs í varnar- og öryggismálum eftir að Bandaríkjaher yfirgaf landið í haust en auk viðræðna við Dani og Norðmenn á að ræða við Kanadamenn og Breta um mögulegt samstarf á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×