Læknar boða miklu harðari aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 16:59 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna. Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna.
Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42