Madison Square Garden logaði í slagsmálum 17. desember 2006 04:09 Hér má sjá aðdraganda slagsmálanna í New York í nótt, en ljóst er að Carmelo Anthony (með ennisband í dökkum búningi) á ekki von á góðu eftir að hafa kýlt leikmann New York AP Leikur New York Knicks og Denver Nuggets í NBA deildinni í nótt breyttist úr körfuboltaleik í hnefaleikakeppni á lokamínútunum. Tíu leikmönnum var vísað úr húsi og á stigahæsti leikmaður deildarinnar Carmelo Anthony líklega yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir lúalegt hnefahögg. Denver var yfir 119-100 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en þá braut Mardy Collins leikmaður New York illa á JR Smith hjá Denver með þeim afleiðingum að Smith tók andstæðing sinn hálstaki. Upphófust þá nokkrar riskingar milli leikmanna sem enduðu á að allt logaði í slagsmálum á gólfinu. Hnefar fóru á loft og á myndbandi má augljóslega greina að stigahæsti maður deildarinnar, Carmelo Anthony, átti þar hlut að máli. Ljóst er að leikmennirnir sem komu við sögu í ólátunum eiga yfir höfði sér harðar refsingar frá David Stern og yfirmönnum deildarinnar, sem hafa tjaldað öllu til að bæta ímynd deildarinnar eftir uppþotið í Detroit um árið. "Ég kenni í brjóst um bæði lið og deildina og það er skammarlegt að svona lagað skuli koma uppá í besta stað í heiminum til að horfa á körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver um atvikið í Madison Square Garden í nótt. "Menn eiga eftir að bregðast við þessu á einn eða annan hátt, ég vil ekki tjá mig um þetta á þessu stigi," sagði Carmelo Anthony eftir leikinn. Leikmenn og þjálfarar New York vildu meina að Denver hefði verið að sýna andstæðingum sínum vanvirðingu með því að láta byrjunarliðsmennina vera inni á vellinum þegar úrslitin voru löngu ráðin og New York hafði þegar skipt inn sínum varamönnum - en það afsakar þó ekki gremju leikmanna liðsins. Smelltu hér til að sjá myndband ESPN.com af slagsmálunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leikur New York Knicks og Denver Nuggets í NBA deildinni í nótt breyttist úr körfuboltaleik í hnefaleikakeppni á lokamínútunum. Tíu leikmönnum var vísað úr húsi og á stigahæsti leikmaður deildarinnar Carmelo Anthony líklega yfir höfði sér langt keppnisbann fyrir lúalegt hnefahögg. Denver var yfir 119-100 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en þá braut Mardy Collins leikmaður New York illa á JR Smith hjá Denver með þeim afleiðingum að Smith tók andstæðing sinn hálstaki. Upphófust þá nokkrar riskingar milli leikmanna sem enduðu á að allt logaði í slagsmálum á gólfinu. Hnefar fóru á loft og á myndbandi má augljóslega greina að stigahæsti maður deildarinnar, Carmelo Anthony, átti þar hlut að máli. Ljóst er að leikmennirnir sem komu við sögu í ólátunum eiga yfir höfði sér harðar refsingar frá David Stern og yfirmönnum deildarinnar, sem hafa tjaldað öllu til að bæta ímynd deildarinnar eftir uppþotið í Detroit um árið. "Ég kenni í brjóst um bæði lið og deildina og það er skammarlegt að svona lagað skuli koma uppá í besta stað í heiminum til að horfa á körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver um atvikið í Madison Square Garden í nótt. "Menn eiga eftir að bregðast við þessu á einn eða annan hátt, ég vil ekki tjá mig um þetta á þessu stigi," sagði Carmelo Anthony eftir leikinn. Leikmenn og þjálfarar New York vildu meina að Denver hefði verið að sýna andstæðingum sínum vanvirðingu með því að láta byrjunarliðsmennina vera inni á vellinum þegar úrslitin voru löngu ráðin og New York hafði þegar skipt inn sínum varamönnum - en það afsakar þó ekki gremju leikmanna liðsins. Smelltu hér til að sjá myndband ESPN.com af slagsmálunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira