Erlent

Möguleg valdaskipti í öldungadeild

Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður Demókrata.
Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður Demókrata. MYND/AP

Svo gæti farið að Repúblíkanaflokkur Bush Bandaríkjaforseta nái aftur meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings, og það án kosninga. Sem kunnugt er hafa Demókratar nú eins þingsætis meirihluta í deildinni.

Tim Johnson, þingmaður flokksins, fékk heilablóðfall í gær og gengst nú undir rannsóknir á sjúkrahúsi í Washington. Ef Johnson, sem er 59 ára, neyðist til að víkja sökum heilsuleysis þá er það hlutverk ríkisstjórans í South Dakota, að velja arftaka hans. Svo vill til að ríkisstjórinn er Repúblíkani. Næst yrði síðan kosið um öldungadeildarþingsætið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×