Erlent

Stefnir í stríð í Sómalíu

Allt stefnir í alvarleg stríðsátök í Sómalíu eftir að íslamskir skæruliðar umkringdu borgina Baidoa í suð-vestur Sómalíu í morgun. Þar hefur bráðabirgðastjórn landsins hreiðrað um sig. Stjórnvöld í Eþíópíu viðurkenna að þau hafa flutt hergögn til stjórnvalda síðustu daga auk þess sem liðsmenn í eþíópíska hernum eru sagðir bíða átekta, tilbúnir til átaka ef látið verði sverfa til stáls.

Frá því íslamistar náðu völdum í höfuðborginni Mogadishu, í sumar hafa þeir hægt og sígandi náð landinu undir sig. Spenna hefur magnast síðustu daga og óttast að upp úr sjóði. Þeir herskáu liðsmenn íslömsku dómstólanna, svokölluðu, sem ásælast öll völd í landinu, eru um margt sagðir minna á Talíbana í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×