Erlent

Arababandalagið reynir að miðla málum

Mótmæli í Beirút í gær.
Mótmæli í Beirút í gær. MYND/AP

Arababandalagið ætlar að reyna að miðla málum í þeirri stjórnarkreppu sem við blasir í Líbanon. Mörg hundruð þúsund manns komu saman í höfuðborginni Beirút í gær og kröfuðst þess að Fouad Saniora, forsætisráðherra landsins, afsalaði völdum að hluta til stjórnarandstöðunnar eða segði af sér. Liðsmenn Hizbollah og stuðningsmenn Sýrlendinga fóru fyrir mótmælendum. Talið er að svo fjölmenn mótmæli hafi ekki verið haldin fyrr í Líbanon.

Fulltrúar á vegum Arababandalagsins munu í dag og á morgun fara til fundar við ráðamenn í Sýrlandi og ræða síðan við fulltrúa deilenda í Líbanon. Sérfróðir segja bandalagið eiga erfitt verk fyrir höndum. Reynt verður að semja um skipan þjóðstjórnar og alþjóðlegs dómstóls sem verður falið að rétta yfir morðingjum Rafiks Hariris fyrirverandi forsætisráðherra Líbanons. Einnig er óvíst hvort hægt verði að semja um hvenær verði kostið til þings og um nýjan forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×