Körfubolti

Nelson náði 1200. sigrinum

Don Nelson hefur verið lengi í bransanum.
Don Nelson hefur verið lengi í bransanum. NordicPhotos/GettyImages

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni, varð í nótt annar þjálfarinn í sögu NBA deildarinnar til að vinna 1200 leiki á ferlinum þegar lið hans lagði New Orleans 101-80. Aðeins Lenny Wilkens hefur unnið fleiri leiki á þjálfunarferlinum en hann á að baki 1332 sigra og er fyrir nokkru hættur að þjálfa.

Nelson fékk að eiga keppnisboltann í gær til minningar um áfangann og segist hann ætla að biðja Wilkens um að skrifa á hann þegar hann hittir hann næst. Annars vildi Nelson ekki gera mikið veður út af þessum merka áfanga. "Þetta þýðir bara það að ég er búinn að vera lengi að í bransanum," sagði Nelson, sem hefur þjálfað í deildinni í 28 tímabil. "Það má ekki gleyma því að ég er líka búinn að tapa 890 leikjum," sagði Nelson glottandi og sagðist feginn því að nú væri þessi áfangi að baki, því liðinu hafði gengið erfiðlega að krækja í sigurinn sem markaði áfangann hjá þjálfaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×