Erlent

Hlýtt í Evrópu

Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar.

Grænar skíðabrekkur í Ölpunum, ferðamenn á stuttermabolum í Róm og rósir í blóma í Lundúnum er meðal þess sem ber fyrir augun nú þegar vetur konungur á að vera genginn í garð í þessum heimshluta. Sérfræðingar hjá rannsóknarstofu á vegum Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja meðalhita í Evrópu ekki hafa mælst meiri í fimm aldir.

Óvíst er hvenær hægt verður að renna sér á skíðum í brekkum í Austurríki og í Þýsklanadi mældist meðalhiti sjö gráður í síðasta mánuði. Í nóvember var meðalhiti í Þýskalandi þremur gráðum hærri en áður.

Sérfræðingar segja hitann í Evrópu nú þegar hafa breytt lífsferli plantna. Sem dæmi séu rósir nú í blóma rétt fyrir utan Lundúnir sem sé afar óvenjulegt. Sérfræðingar segja loftlagsbreytingum um að kenna. Vísindamenn hjá Evrópusambandinu hafa reynt að korftleggja veðurfar á nokkrum svæðum í Evrópu aftur til ársins 755. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að hitinn í Ölpunum nú hefur ekki verið meiri í 1300 ár.

Axel Döring hjá Náttúrverndarsamtökum Bæjaralands vetrarríki hverfa vegna mikillar orkunotkunnar og framleiðslu skaðlegra efna sem hafi áhrif til loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×