Innlent

Utanríkisráðherra í Hiroshima

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við minnismerkið í Hiroshima
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við minnismerkið í Hiroshima

Í dag lauk heimsókn utanríkisráðherra, Valgerðöar Sverrisdóttur, til Japans með för ráðherra til Hírósíma. Þar kynnti utanríkisráðherra sér starfsemi Mazda bifreiðaverksmiðjanna, einkum og sér í lagi rannsóknar- og þróunarverkefni Mazda í gerð vetnisbifreiða, og gerði jafnframt grein fyrir vetnisvæðingaráformum íslenskra stjórnvalda.

Munu möguleikar á samstarfi við bílaframleiðandann verða kannaðir frekar af hálfu beggja aðila á næstu mánuðum.

 

Þá heimsótti utanríkisráðherra friðarsafnið í Hírósíma þar sem hún kynnti sér sögu borgarinnar og lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki við safnið sem reist var til minningur um þá sem létu lífið í kjölfar kjarnorkusprengingarinnar, sem varpað var á borgina undir lok seinni heimsstyrjaldar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×