Innlent

Átján ára Selfyssingur handtekinn á Gaza-svæðinu

Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári.
Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári. MYND/AP

Átján ára Selfyssingur var handtekinn á Gaza-svæðinu um síðustu helgi og var honum haldið í gæsluvarðhaldi í fimm klukkustundir. Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári.

Síðasta laugardag var hann staddur við Huwwara-herhliðið í borginni Nablus en mikil örtröð var við hliðið þennan dag. Pilturinn segir frá því á heimasíðu sinni að hann hafi reynt að hjálpa konu með veikt barn að komast fram fyrir röðina en hermenn brugðist illa við og handtekið hann fyrir að óhlýðnast skipunum hermanna. Eftir að hafa verið í fangaklefa í nokkrar klukkustundir var tekin af honum skýrsla og honum svo sleppt með því loforði að hann angraði ekki ísraelska hermenn framar. Lesa má nánar um reynslu piltsins á heimasíðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×