Erlent

Börnin stela jólunum

Kannski er verið að stela pakkanum á þessari mynd.
Kannski er verið að stela pakkanum á þessari mynd. MYND/Vísir

Á miðvikudaginn síðastliðinn teygði tólf ára bandarískur strákur sig í jólapakka sem hann síðan opnaði, þrátt fyrir margar viðvaranir um að gera það ekki. Móðir hans hringdi því á lögregluna og lét handtaka son sinn. Því næst var farið með drenginn niður á lögreglustöð þar sem hann var svo ákærður fyrir þjófnað.

Var þetta gert eftir að langamma drengsins, sem er 63 ára, komst að þessu. Haft var eftir henni að „Hann tók pakkann án leyfis. Hann vildi hann. Hann tók hann bara."

Móðirin var að vonast eftir því að hræða strákinn til hlýðni en vegna þeirrar miklu athygli sem málið fékk hefur strákurinn orðið frægur og er víst orðinn ódælli en fyrir „þjófnaðinn".

Talsmaður lögreglu sagði að drengurinn hefði aldrei verið settur í fangaklefa en viðurkenndi þó að þetta væri ansi skrýtið mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×