Þetta er besti leikur sem ég hef séð 8. desember 2006 05:27 Steve Nash keyrir hér framhjá Jason Kidd í leik Phoenix og New Jersey í nótt, en þeir áttu báðir stórleik í rimmu sem er þegar orðin sígild NordicPhotos/GettyImages Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira