Óttast að tugmilljónir séu tapaðar 7. desember 2006 18:45 Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market er sú stærsta í heiminum á sviði heilsufæðis og lífrænnar ræktunar. Vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný telja stjórnendur keðjunnar Ísland ekki lengur framsækið í umhverfismálum og því skuli markaðssetningu afurða héðan hætt. Miklum fjármunum hefur verið varið til markaðssetningar á íslenskum landbúnaðarvörum erlendis og samningarnir við Whole Foods voru á sínum tíma sagðir sérstaklega mikilvægir. Því er ljóst að ákvörðunin er mikið áfall. Norðlenska er stærsti íslensku útflytjandinn á matvælum til Whole Food Market verslunarkeðjunnar í Bandríkjunum. Andvirði sölu á lambakjöti vestur í ár er um 80 milljónir króna en það hefur kostað ærinn pening að opna gáttina vestra. Því eru menn slegnir yfir því að bandaríska verslunarkeðjan hafi nú ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Sigmundur Ófeigsson, forstjóri Norðlenska, segist samt hafa varað við þessu á sínum tíma og nú verði stjórnvöld að vega og meta hagsmunina af því að halda áfram hvalveiðum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir málið grafalvarlegt og telur ekki hægt að útiloka að fyrirtækið muni á endanum úthýsa íslensku vörunum með öllu. Í ljósi þessa segir hann því mikilvægt að ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar liggi fyrir sem allra fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market er sú stærsta í heiminum á sviði heilsufæðis og lífrænnar ræktunar. Vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný telja stjórnendur keðjunnar Ísland ekki lengur framsækið í umhverfismálum og því skuli markaðssetningu afurða héðan hætt. Miklum fjármunum hefur verið varið til markaðssetningar á íslenskum landbúnaðarvörum erlendis og samningarnir við Whole Foods voru á sínum tíma sagðir sérstaklega mikilvægir. Því er ljóst að ákvörðunin er mikið áfall. Norðlenska er stærsti íslensku útflytjandinn á matvælum til Whole Food Market verslunarkeðjunnar í Bandríkjunum. Andvirði sölu á lambakjöti vestur í ár er um 80 milljónir króna en það hefur kostað ærinn pening að opna gáttina vestra. Því eru menn slegnir yfir því að bandaríska verslunarkeðjan hafi nú ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Sigmundur Ófeigsson, forstjóri Norðlenska, segist samt hafa varað við þessu á sínum tíma og nú verði stjórnvöld að vega og meta hagsmunina af því að halda áfram hvalveiðum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir málið grafalvarlegt og telur ekki hægt að útiloka að fyrirtækið muni á endanum úthýsa íslensku vörunum með öllu. Í ljósi þessa segir hann því mikilvægt að ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar liggi fyrir sem allra fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira