Erlent

Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum

Mútur þarf oftast að borga í Afríku.
Mútur þarf oftast að borga í Afríku. MYND/Getty Images

Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að.

Mútuþægni er hvað mest í löndum í Afríku en 36% prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa greitt eða að fjölskyldumeðlimur þeirra hefði greitt mútur á síðustu tólf mánuðum. Meðalupphæð á mútu sem í Afríku nam um 50 evrum, eða um 4.500 íslenskum krónum.

Í Suður-Ameríku höfðu 17% greitt mútur á undanförnu ári og í löndum fyrrum Sovíetríkjanna var hún 12%. Versta landið í Evrópu var Rúmenía en þar var sambærileg tala 20%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×