Körfubolti

Cleveland - Toronto í beinni á miðnætti

LeBron James verður í sviðsljósinu á NBA TV á miðnætti
LeBron James verður í sviðsljósinu á NBA TV á miðnætti AFP

Leikur Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Cleveland er hörkulið með LeBron James í fararbroddi, en liðinu hefur gengið afleitlega gegn veikari liðum deildarinnar það sem af er í vetur.

Gengi Cleveland hefur verið upp og niður undanfarið, en liðið hefur þó unnið fjóra síðustu heimaleiki sína gegn Toronto. Cleveland vill eflaust gleyma sínum síðasta leik sem fyrst, en það var stórtap fyir Houston um helgina 81-63 þar sem LeBron James var eini maður Cleveland sem skoraði 10 stig eða meira.

Toronto byrjaði illa í haust en síðan hefur liðið komið nokkuð á óvart og hefur nú unnið tvo leiki í röð. Liðið hefur unnið 7 leiki og tapað 10 á meðan Cleveland hefur unnið 10 og tapað 7.

LeBron James er atkvæðamesti leikmaður Cleveland og skorar að meðaltali 27,4 stig í leik, hirðir 6,7 fráköst og gefur 6,6 stoðsendingar. Chris Bosh er prímusmótorinn hjá Kanadaliðinu og skorar 21 stig að meðaltali og hirðir 12,2 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×