Viðskipti innlent

Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði

Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna.

Kauprétturinn skiptist þannig að lykilstjórnendur keyptu samtals tæplega 3,8 milljónir hluta á genginu 38,5 krónur á hlut, en aðrir starfsmenn samtals 10,9 milljónir hluta á gengi á bilinu 38,5 til 57,5 króna.

Lykilstjórnendur eru skuldbundnir til að selja ekki hluti sína í tólf mánuði frá kaupdegi. Þeir greiddu 145,4 milljónir króna fyrir hlut sinn nú, en söluandvirði miðað við gengi gærdagsins nemur rúmum 249 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×