Körfubolti

Stern viðurkennir mistök

Aðeins dýraverndunarsinnar hafa lýst yfir ánægju sinni með nýjan keppnisbolta í NBA, en þeir þurfa heldur ekki að nota hann á hverjum degi
Aðeins dýraverndunarsinnar hafa lýst yfir ánægju sinni með nýjan keppnisbolta í NBA, en þeir þurfa heldur ekki að nota hann á hverjum degi NordicPhotos/GettyImages

David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur loks viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að taka nýja keppnisboltann í notkun í deildinni í haust. Boltinn er úr gerfiefni og kom í stað gamla leðurboltans, en flest allar stórstjörnurnar í deildinni hafa gagnrýnt boltann harðlega og segja hann ómögulegan.

Í viðtali við New York Times í gær viðurkenndi Stern að hann hefði átt að ráðfæra sig meira við leikmenn í deildinni áður en hann ákvað að taka nýja boltann í notkun, en sá skoppar minna en sá gamli og þykir sleipur þegar hann blotnar - þvert á yfirlýsingar hönnuða hans.

Ólíklegt verður að teljast að róttækar breytingar verði gerðar á boltanum, en Stern hefur lofað því að málið verði endurskoðað á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×