Innlent

140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun gegn ofbeldi

140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðisofbeldis á árunum 2007-2011. Þetta kom fram á kynningarfundi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á áætluninni í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Áætlunin var kynnt í tilefni af því að nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þar kemur fram að markmið hennar sé að auka fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að viðhorfsbreytingum í þjóðfélaginu og opinni umræðu um ofbeldi gegn börnum og kynbundið ofbeldi, að styrkja starfsfólk stofnana í því að koma auga á einkenni slíks ofbeldis, að tryggja þeim sem verða fyrir ofbeldi á heimili viðeigandi aðstoð og að rjúfa vítahring ofbeldis með því að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×