Erlent

Farsímanotkun ekki skaðleg

Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til að notkun farsíma geti valdið krabbameini. Lengi hefur verið óttast að tengsl væru á milli krabbameins í heila, hvítblæðis og annarra alvarlegra sjúkdóma, og rafsegulbylgna sem farsímar gefa frá sér en að mati Dananna eru slíkar bylgjur skaðlausar með öllu. Niðurstöðurnar þykja mjög áreiðanlegar vegna umfangs rannsóknarinnar. 420.000 farsímanotendur tóku þátt í henni, þar af voru 56.000 sem höfðu notað slíka síma í meira en tíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×