Erlent

Trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða

Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands.
Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands. MYND/AP

Frakkar sögðu í dag að heimsveldin sem nú funda í París, til þess að reyna að ná samkomulagi vegna kjarnorkuáætlana Írans, yrðu að hraða verkinu því annars væri trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða.

Sex lönd eru nú með fulltrúa sína í París, Frakkland, Bretland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bandaríkin og tókst þeim ekki að ná samkomulagi um málið í gær. Franski utanríkisráðherrann, Philippe Douste-Blazy, sagði að nauðsynlegt væri að ná samkomulagi fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×