Erlent

Engin umbreytt fita í New York

MYND/Getty Images

Heilbrigðisráð New York borgar ákvað í gær að gera borgina þá fyrstu í Bandaríkjunum þar sem bannað er að nota umbreytta fitu í matvæli. Umbreytt fita er fita sem hefur verið efnabætt til þess að bragðbæta og gera hana endingarbetri en hún er notuð í fjölmörgum matvörum í dag.

Nýlega hætti skyndibitakeðjan Kentucky Fried að nota þessa fitu í sínum matvælum en MacDonalds notar hana enn, til dæmis í frönsku kartöflunum sínum. Eiga allir veitingastaðir í New York að hafa hætt að nota fituna 1. júlí 2007 og ári síðar má hún ekki vera í neinum matvælum sem seld eru í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×