Fótbolti

Magath á von á skemmtilegum leik í kvöld

Felix Magath á von á skemmtilegum leik á hinum glæsilega knattspyrnuleikvangi í Munchen í kvöld
Felix Magath á von á skemmtilegum leik á hinum glæsilega knattspyrnuleikvangi í Munchen í kvöld AFP

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segist eiga von á góðri skemmtun fyrir áhorfendur í kvöld þegar Bayern tekur á móti Inter Milan í leiknum um toppsætið í B-riðli Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 í kvöld.

Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar, en Magath segir leikinn í kvöld engu að síður mikilvægan fyrir sína menn. Oliver Kahn markvörður Bayern spilar sinn 100. leik í Meistaradeildinni í kvöld.

"Það er pressa á okkur í þessum leik þó það líti út fyrir að hann skipti minna máli, því við viljum gjarnan ná toppsætinu í riðlinum og tryggja okkur þar með heimavöllinn í síðari leiknum okkar í 16-liða úrslitunum."

Bayern hefur aðeins einu sinni tapað með meira en eins marks mun á heimavelli í Evrópukeppni, en það var fyrir 18 árum síðan og einmitt gegn Inter Milan - 0-2. "Þetta verður leikur tveggja frábærra liða á stórkostlegum velli svo ég á von á töfrakvöldi fyrir áhorfendur," sagði Magath.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×