Erlent

Íran varar Evrópu við að styðja refsiaðgerðir

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. MYND/AP

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sagði hann að ef Evrópa myndi styðja hugsanlegar refsiaðgerðir myndi Íran bregðast við því með því að draga úr samskiptum við Evrópusambandið.

Evrópusambandið hefur stutt við áætlaðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna sem Kína og Rússland hafa reynt að draga úr. Íranir halda því fram að þeir megi, samkvæmt sáttmála Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, auðga úran í friðsamlegum tilgangi.

Ahmadinejad hætti ekki þar heldur kallaði hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, sjálfselskan og hrokafullan fyrir að virða að vettugi bréf sitt til bandarísku þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×