Erlent

Breskir lögreglumenn komnir til Moskvu

Lögreglumenn frá Scotland Yard við komuna til Moskvu.
Lögreglumenn frá Scotland Yard við komuna til Moskvu. MYND/AP

Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð í eitrunarmálinu svonefnda, en málið hefur valdið því að samskipti Breta og Rússa hafa kólnað til muna.

Fyrrum rússneskur leyniþjónustumaður heldur því nú fram að morðið á Litvinenko hafi verið framið af stjórnvöldum í Moskvu og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Hann situr nú í fangelsi í Rússlandi, og óttast lögfræðingar hans um líf hans.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef Bretar haldi því til streitu að rússnesk stjórnvöld hafi komið að morðinu á Litvinenko eigi samskipti landanna tveggja eftir að versna enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×