Erlent

Herinn á Fídjieyjum fremur valdarán

Frank Bainimarama, sá sem öllu ræður á Fídjieyjum í dag.
Frank Bainimarama, sá sem öllu ræður á Fídjieyjum í dag. MYND/AP

Herinn á Fídjieyjum tók völdin í nótt auk þess að hneppa forsætisráðherra landsins, Laisenia Qarase, í stofufangelsi. Forseti Fídjieyja sagði í yfirlýsingu í nótt að hann styddi ekki aðgerðir hersins þrátt fyrir frásagnir um að hann hafi leyst upp þing landsins og samþykkt að Qarase yrði vikið úr embætti.

Forsætisráðherra Ástralíu sagði í morgun að hann harmaði atburðarásina á Fídji-eyjum en útilokaði þó hernaðaraðgerðir af þeirra hálfu. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði að Fídjieyjar gætu búist við því að verða reknar úr breska samveldinu en í því eru lönd sem erum fyrrum nýlendur Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×