Innlent

Verð áfengis á veitingastöðum lækkar

Eins og fram hefur komið í umræðu síðustu daga mun hækkun áfengisgjalds verða til þess að verð algengra áfengistegunda mun að öllu jöfnu hækka hjá ÁTVR. Nýjustu útreikningar formanns efnahags- og viðskiptanefndar leiða hins vegar í ljós að verð áfengis á veitingastöðum mun lækka.

Pétur Blöndal formaður efnahags- og viðskiptanefndar brá sér í ríkið í dag vopnaður blaði og penna, tók út smásöluverð algengra tegunda og reiknaði út hvaða áhrif hækkun áfengisgjalds hefði á verð til neytenda.

Hann komst að því sem fram hefur komið að áfengisverð ÁTVR á ódýrari vínum mun hækka. Útreikningar Péturs sýna að mest selda bjórdósin hækkar um 30 krónur í ríkinu, en þar sem álagningin er mest á veitingastöðum mun lækkunin verða tæplega fjörtíu krónur

Dýrasta flaskan í ríkinu mun lækka um 40 þúsund krónur, en smásöluverð á henni nú eru tæplega 300 þúsund krónur.

Pétur er sammála því að leggja áfengisgjaldið á, en ef komi í ljós að ríkissjóður sé að fá auknar tekjur, þurfi að endurskoða málið.

Aðilar í ferða- og veitingaþjónustu þurfa því ekki að óttast áfengisgjaldið, en það þurfa hins vegar neytendur sem vilja vera heima hjá sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×