Castro hvergi sjáanlegur 2. desember 2006 19:30 Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Það verður seint sagt um Kúbverja að þeir geti ekki haldið almennilegar hersýningar og sú sem fram fór í dag í höfuðborginni Havana er sjálfsagt ein af þeim glæsilegri. Þar mátti sjá vígbúnað af ýmsu tagi og meira að segja var snekkjunni "Ömmu" brugðið upp á land en á henni sigldu Castro og félagar hans frá Mexíkó til Kúbu fyrir nákvæmlega hálfri öld til að hefja byltinguna fyrir alvöru. Öll þessi viðhöfn dugði hins vegar ekki til að breiða yfir þá staðreynd að sjálfan Fidel Castro var hvergi að sjá. Það var sjálfsagt hvað mest áberandi í ávörpum dagsins því í stað nokkurra klukkustunda langrar þrumuræðu frá leiðtoganum fengu viðstaddir aðeins að heyra kurteisleg heilræði Rauls, yngri bróður hans, til nágrannanna í Bandaríkjunum. Fidel Castro hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann veiktist í sumar, en hann sást síðast í fjölmiðlum þegar hann tók á móti vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela, í september. Litlar sem engar skýringar hafa fengist á hvað ami nákvæmlega að honum en bandaríska leyniþjónustan segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Öllum hátíðarhöldum vegna afmælisins var því frestað þar til nú og var litið á veisluna nú sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð. Á meðal þeirra sem mættu til afmælisins voru forsetar Bólivíu og Níkaragva. Hugo Chavez var hins vegar fjarri góðu gamni en forsetakosningar fara fram í Venesúela á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira