Innlent

Skátastúlkur féllu fram af kletti

Tvær skátastúlkur meiddust þegar þær féllu fram af kletti í grennd við Hafravatn, í dag. Skátaflokkur úr Garðabæ 6 stúlkur á aldrinum 10-12 ára ásamt 17 ára foringja hafði verið í útilegu í skála við Hafravatn, og fóru í fjallgöngu í morgun.

Um klukkan 12 á hádegi var haft samband við lögregluna og sagt að tveim stúlkum úr hópnum hefði skrikað fótur í snjó og þær fallið fram af kletti og lent í urð.

Kletturinn var hvorki talinn þverhníptur né hár. Telpurnar munu ekki vera alvarlega slasaðar en lögreglu ekki kunnugt um meiðsl á þessari stundu. Hinar komust niður að sjálfdáðum Stúlkurnar allar ásamt foringja voru fluttar á slysadeild til aðhlynningar og áfallahjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×