Innlent

Á gjörgæslu eftir hnífstungu í Kópavogi

Sautján ára piltur sem stunginn var með hnífi, fyrir utan skemmtistað í Kópavogi í nótt, liggur á gjörgæsludeild Landsspítalans. Lögreglan í Kópavogi var kölluð til á skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla vegna hópsagsmála fyrir utan húsið.

Barefli voru á lofti þegar lögregla kom á staðinn og var lögreglan í Hafnarfirði og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð á staðinn. Í ljós kom að pilturinn hafði verið stunginn þrjá sentímetra í kviðarhol.

Hann var í bráðri lífshættu og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og þaðan á gjörgæsludeild. Þrír piltar undir tvítugu voru handteknir á staðnum og gista þeir nú fangageymslur. Málið er í rannsókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×