Erlent

Lögreglumenn handteknir á Spáni

Svona litu lestarvagnarnir út eftir sprengjuárásina sem var gerð á þá.
Svona litu lestarvagnarnir út eftir sprengjuárásina sem var gerð á þá. MYND/Reuters

Yfirvöld á Spáni hafa handtekið sjö manns, þarf af fjóra lögregluþjóna, í úthverfi Madrídar vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í sölu á sprengiefnum eins og þeim sem notuð voru í sprengjuárásinni á lestarkerfi Spánverja í mars 2004. Mennirnir eru einnig grunaðir um að selja eiturlyf.

Handtökurnar koma í kjölfar þess að mikið magn, eða um fimm kíló, fannst af samskonar sprengiefni og var notað í lestarárásirnar. Talsmenn spænsku lögreglunnar vildu ekkert segja um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×