Erlent

Scaramella ekki í lífshættu

Mario Scaramella, hinn ítalski öryggissérfræðingur sem fundaði með Litvinenko daginn sem hann veiktist.
Mario Scaramella, hinn ítalski öryggissérfræðingur sem fundaði með Litvinenko daginn sem hann veiktist. MYND/AP

Mario Scaramella, ítalski öryggissérfræðingurinn sem fundaði með Alexander Litvinenko daginn sem hann veiktist, fékk mun minni skammt af geislavirka efninu pólóníum í sig en Litvinenko og hefur efnið engin áhrif haft á heilsu Scaramella. Sjúkrahús í Lundúnum þar sem Scaramella var prófaður sagði þetta í tilkynningu nú fyrir skömmu.

Scaramella hefur viðurkennt að vera einn þeirra sem Litivinenko átti fund með daginn sem hann veiktist og sumir vilja meina að hann sé viðriðinn málið. Hann hefur þó neitað öllum ásökunum og segist tilbúinn að hjálpa bresku lögreglunni eins mikið og hann getur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×