Erlent

Evrópusambandið og Rússar ræðast við

Rætt verður um hvernig á að koma böndum á kjarnorkufyrirætlanir þessa manns, Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans.
Rætt verður um hvernig á að koma böndum á kjarnorkufyrirætlanir þessa manns, Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. MYND/AP

Búist er við því að stórveldafundur verði í næstu viku þar sem rætt verður um hvernig þær refsiaðgerðir sem á að setja á Íran verði en þetta sögðu utanríkisráðherrar Rússlands og Evrópusambandsins, Sergey Lavrov og Javier Solana, í dag. Rússar hafa gefið til kynna að þeir séu því fylgjandi að settar verði þvinganir á Íran til þess að koma í veg fyrir að þeir þrói kjarnavopn.

Evrópusambandið hefur verið að vinna í nýrri tillögu til þess að þóknast Rússum en þeir hafa verið duglegir í því að draga úr orðalagi og hugsanlegum aðgerðum þar sem þeir ætla sér að reisa kjarnorkuver í Íran á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×