Erlent

Rússar og Aserar deila

Pútín hefur verið sakaður um að nýta gas- og olíubirgðir landsins sem pólitískt tæki.
Pútín hefur verið sakaður um að nýta gas- og olíubirgðir landsins sem pólitískt tæki. MYND/AP

Forseti Asera, Ilham Aliyev, sagði í dag að Aserbaídsjan myndi draga mikið úr olíuflutningum sínum í gegnum rússneskt landsvæði vegna þess að Rússar ætla sér að minnka það gas sem Aserbaídsjan fær frá þeim. Tilkynningin frá Rússum kom stuttu eftir að Aserar ákváðu að auka gasframleiðslu sína til þess að mæta aukinni gasþörf í Georgíu eftir að Rússar minnkuðu sendingar sínar þangað.

Aliyev sagði að þeir myndu hugsanlega hætta að senda olíu sína um rússneskt yfirráðasvæði og senda hana þá í gegnum Tyrkland eða Georgíu til vesturhluta Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×